Lögreglan á Keflavíkurflugvelli lagði hald á 30 kíló af maríhúana í tveimur töskum á vikutímabili. Það er langstærsta tilraun til innflutnings á efnunum á þessu ári.
Þetta kemur fram á vef Vísis.
Þar segir að grísk kona á fertugsaldri hafi verið stöðvuð í Leifsstöð 12. desember. Við leit í farangri hennar fundust 15 kíló af maríhúana. Tæpri viku síðar lagði lögreglan hald á önnur 15 kíló af efninu. Það var í tösku sem hafði verið skilin eftir í komusal flugstöðvarinnar, en eigandi hennar var horfinn af vettvangi.
Samkvæmt heimildum Vísis var gríska konan úrskurðuð í gæsluvarðhald fram í miðjan janúar.