463 greindust með smit innanlands

Nóg hefur verið að gera í sýnatöku síðustu daga og …
Nóg hefur verið að gera í sýnatöku síðustu daga og hefur metfjöldi smita greinst yfir jólin. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samtals greindust í gær, jóladag, 463 með Covid-19 smit innanlands. Þá voru níu sem greindust smitaðir á landamærum. Alls voru 128 af þeim sem smituðust í sóttkví, eða 27,6%. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum.

Daginn áður voru smitin 30 fleiri innanlands, eða 493. Var það metfjöldi sem hafði greinst smitaður á einum degi hér á landi frá upphafi faraldursins. 

Í dag eru 3.526 í einangrun og 5.109 í sóttkví.

Endanlegar tölur um sýnafjölda og smit verða birtar á covid.is á morgun, mánudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert