Hópsmit á hjúkrunarheimili í Vestmannaeyjum

Hópsmit varð á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.
Hópsmit varð á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Fjórir heimilismenn og átta starfsmenn eru smitaðir af Covid-19 á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum.

Þá er óvíst hvort tveir heimilismenn og einn starfsmaður til viðbótar séu smitaðir.

Á facebooksíðu Hraunbúða segir að sóttvarnateymi Suðurlands muni koma strax í fyrramálið og skipta heimilinu upp. Þá verður því alveg lokað næstu daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert