Miklar líkur eru á stilltu og fremur björtu veðri um áramótin ef marka má spá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar.
Á vefurvefnum Bliku, sem Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sér um, segir að safnspáin fyrir 1. janúar geri ráð fyrir tveimur möguleikum.
Annars vegar lægð úr suðvestri og með henni allhvöss austanátt. Þá myndi hlána víðast á láglendi og rigning eða slydda í byggðum sunnan- og austanlands og snjóa til fjalla.
Líkurnar eru þó markvert meiri á stilltu og fremur björtu veðri en aðalspá bandarísku stofnunarinnar GFS gerir einnig ráð fyrir þeirri spá.