Með tvo farþega á þaki bifreiðar

mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði um hálfníu í gærkvöldi afskipti af ökumanni í Kópavogi sem var með tvo farþega á þaki bifreiðarinnar. Í dagbók lögreglu kemur fram að rætt hafi verið við ökumanninn, sem reyndist vera átján ára gamall, og farþega bifreiðarinnar. Var vettvangsskýrsla gerð vegna málsins.

Nokkuð rólegt var annars hjá lögreglunni samkvæmt dagbókinni, en rúmlega átta í gærkvöldi var tilkynnt innbrot í Árbæ. Búið var að spenna upp útihurð og stela verkfærum o.fl.

Um miðnætti var svo ökumaður stöðvaður í Árbæ grunaður um ítrekaðan vímuefnaakstur. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á staðnum.

Á þriðja tímanum var ökumaður stöðvaður í miðborginni og er hann einnig grunaður um vímuefnaakstur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert