Senda sms-skilaboð til þeirra sem eru við Fagradalsfjall

„Er þetta gert því eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara,“ …
„Er þetta gert því eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Almannavarnir og lögreglustjórinn á Suðurnesjum hafa ákveðið að virkja sms-skilaboð sem verða send til fólks sem fer inn á fyrirfram skilgreint svæði vegna jarðskjálftahrinunnar við Fagradalsfjall.

„Er þetta gert því eldgos gæti hafist með litlum fyrirvara,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum.

Þá segir að komi til eldgoss verði textaskilaboðum breytt í beina aðvörun til þeirra sem eru á umræddu svæði.

Vara við göngu um gosstöðvarnar

Þá sé ekki hægt að útiloka að sms-skilaboðin berist til fólks aðeins utan við skilgreint svæði og er almenningur því beðinn að hafa það í huga.

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum varar fólk við því að fara í göngu um gosstöðvarnar á meðan þessi óvissa ríkir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert