Um 4.700 skráðir í sýnatöku og löng röð

Röð í Covid-sýnatöku.
Röð í Covid-sýnatöku. mbl.is/Sigurður Bogi

Mikil aðsókn er í Covid-sýnatöku í dag og um 4.700 skráðir. Um 3.000 manns eru skráðir í einkennasýnatöku og hafa um 1.300 þegar mætt að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ragnheiður segir að einnig séu 1.700 skráðir í hraðpróf og hafa 900 mætt.

Spurð hvort það sé löng bið eftir að komast í sýnatöku segir hún að biðin sé sveiflukennd en gengi almennt hratt fyrir sig.

Í gær var tæknin að stríða heilsugæslunni og þá hafi myndast röð en um leið og því var kippt í lag vannst fljótt úr henni að sögn Ragnheiðar.

Síðustu sýnin verða tekin klukkan 14.30.

Að sögn blaðamanns mbl.is, sem staddur er í röðinni, nær hún vel upp Ármúla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert