Um og yfir 3.000 jarðskjálftar á hverjum degi

Fagradalsfjall.
Fagradalsfjall. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um og yfir 3.000 jarðskjálft­ar hafa mælst á hverj­um degi við Fagra­dals­fjall síðan skjálfta­hrina hófst síðdeg­is 21. des­em­ber.

Í til­kynn­ingu á vef Veður­stof­unn­ar seg­ir að mesta skjálfta­virkn­in sé við Fagra­dals­fjall en gikk­skjálft­ar hafa einnig orðið nærri Grinda­vík og Kleif­ar­vatni en talið er að or­sök þeirra megi rekja til auk­ins þrýst­ings við Fagra­dals­fjall vegna kviku­söfn­un­ar. 

Mesta gikk­skjálfta­virkn­in var skammt norðan við Grinda­vík á aðfanga­dags­kvöld en þá mæld­ust þrír skjálft­ar yfir 4,0 að stærð, sá stærsti 4,8. 

Eng­in merki um kviku­söfn­un ann­ars staðar

Þá seg­ir að engin merki séu um kviku­söfn­un ann­ars staðar en við Fagra­dals­fjall og að jarðskjálfta­virkn­in hafi verið nokkuð hviðukennd þar sem virkni eykst tíma­bundið með mjög þéttri skjálfta­virkni.

InSAR gervitunglamyndir sem ná yfir tímabilið 20.-26. desember.
InS­AR gervi­tungla­mynd­ir sem ná yfir tíma­bilið 20.-26. des­em­ber. Kort/​Veður­stofa Íslands

Á gervi­tungla­mynd­um sem ná yfir tíma­bilið 20.-26. des­em­ber sjást skýr af­lög­un­ar­merki og af­lög­un­inni sem er að eiga sér stað núna svip­ar mjög til af­lög­un­ar­inn­ar sem sást í lok fe­brú­ar, þegar kviku­gang­ur var að mynd­ast und­ir svæðinu við Fagra­dals­fjall.

Þess­ar niður­stöður eru í sam­ræmi við GPS-mæl­ing­ar sem sýna af­lög­un á sama svæði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert