Afganskar konur megi ekki ferðast einar

Konur í Afganistan munu ekki mega nota almenningssamgöngur án fylgdar …
Konur í Afganistan munu ekki mega nota almenningssamgöngur án fylgdar karlkyns fjölskyldumeðlims. AFP

Talíbanar hafa fyrirskipað að konum í Afganistan verði einungis heimilt að ferðast lengra en 72 kílómetra með almenningssamgöngum án þess að vera í fylgd með karlmanni sem tengist þeim fjölskylduböndum.

Réttindi kvenna hafa skerst verulega í Afganistan eftir að talíbanar tóku þar völdin í ágústmánuði síðastliðnum.

Enn er meirihluti grunnskóla lokaður fyrir stúlkum og konum hefur verið meinað að inna af hendi störf á vegum ríkisins.

Konur án slæðu fá ekki að nota samgöngur

Heather Barr, fulltrúi Human Rights Watch, segir í samtali við fréttastofu AFP að skipunin hefti ferðafrelsi kvenna og komi í veg fyrir að þær geti flúið heimilisofbeldi. Þá kveður skipunin á um bann við því að veita konum far ef þær eru ekki klæddar slæðu (e. hijab).

Talíbanar hafa gefið út að fyrirskipnanirnar séu tímabundnar til þess að tryggja öruggt umhverfi fyrir konur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert