Einn handtekinn og annar eftirlýstur vegna heimilisofbeldismála

Einn einstaklingur er eftirlýstur af lögreglu vegna heimilisofbeldismáls sem kom …
Einn einstaklingur er eftirlýstur af lögreglu vegna heimilisofbeldismáls sem kom upp í gær. mbl.is/Eggert

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í sjö útköll vegna heimilisofbeldismála frá hádegi á Þorláksmessu og til hádegis í dag. Þá var farið í ellefu útköll vegna ágreinings skyldra eða tengdra aðila.

Einn var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna heimilisofbeldis en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Þá er einn einstaklingur eftirlýstur af lögreglu vegna heimilisofbeldismáls sem kom upp í gær, að sögn Skúla Jónssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Viðkomandi var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Einn var handtekinn fyrir að fara ekki að fyrirmælum lögreglu í ágreiningsmáli skyldra og tengdra aðila, en handtakan tengdist ekki málinu sjálfu.

Skúli segir heimilisofbeldismálin geta verið af mjög mismunandi tagi, ýmist sé um að ræða maka, fyrrverandi maka eða jafnvel börn viðkomandi. Oft komi til handtöku í slíkum málum. „Þetta er allt spurning um til hvaða ráðstafana þarf að grípa í upphafi máls.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert