Einn handtekinn og annar eftirlýstur vegna heimilisofbeldismála

Einn einstaklingur er eftirlýstur af lögreglu vegna heimilisofbeldismáls sem kom …
Einn einstaklingur er eftirlýstur af lögreglu vegna heimilisofbeldismáls sem kom upp í gær. mbl.is/Eggert

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fór í sjö út­köll vegna heim­il­isof­beld­is­mála frá há­degi á Þor­láks­messu og til há­deg­is í dag. Þá var farið í ell­efu út­köll vegna ágrein­ings skyldra eða tengdra aðila.

Einn var hand­tek­inn og vistaður í fanga­klefa vegna heim­il­isof­beld­is en hon­um var sleppt að lok­inni yf­ir­heyrslu.

Þá er einn ein­stak­ling­ur eft­ir­lýst­ur af lög­reglu vegna heim­il­isof­beld­is­máls sem kom upp í gær, að sögn Skúla Jóns­son­ar, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu. Viðkom­andi var far­inn af vett­vangi þegar lög­reglu bar að garði.

Einn var hand­tek­inn fyr­ir að fara ekki að fyr­ir­mæl­um lög­reglu í ágrein­ings­máli skyldra og tengdra aðila, en hand­tak­an tengd­ist ekki mál­inu sjálfu.

Skúli seg­ir heim­il­isof­beld­is­mál­in geta verið af mjög mis­mun­andi tagi, ým­ist sé um að ræða maka, fyrr­ver­andi maka eða jafn­vel börn viðkom­andi. Oft komi til hand­töku í slík­um mál­um. „Þetta er allt spurn­ing um til hvaða ráðstaf­ana þarf að grípa í upp­hafi máls.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert