Eva Björg á glæpasögu ársins

Glæpasaga ársins er, að mati menningarblaðamanna Morgunblaðsins, Þú sérð mig ekki eftir Evu Björgu Ægisdóttur.

Árni Matthíasson segir bókina ferlega vel skrifaða. Þar sé að finna nokkurs konar skyndimynd af fjölskyldu, mynd sem sé bundin saman með glæp. Lausnin sé ekki aðalatriðið í verkinu heldur glæpurinn sjálfur.

„Hún er að verða einn af okkar bestu glæpasagnahöfundum,“ segir Árni um Evu.

„Það gleymist oft að reyfarar eru samtímasaga. Sérstaklega ef maður les gamla reyfara þá birtist þar samfélagsmynd sem er kannski ekki tíunduð í sagnfræðiritum.“

Blaðamennirnir Árni Matthíasson og Ragnheiður Birgisdóttir ræddu um bestu bækur ársins 2021, í hinum ýmsu flokkum, í Dagmálum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert