Grjótmagnið með ólíkindum

Margir steinar, stórir og smáir, hafa komið upp úr 18. …
Margir steinar, stórir og smáir, hafa komið upp úr 18. brautinni á golfvellinum í Grafarholti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Framkvæmdir hófust í síðasta mánuði í fyrsta áfanga endurbóta á golfvellinum í Grafarholti og tíðarfarið hefur verið vallarstarfsmönnum hliðhollt. Meðal annars verður 18. brautin endurmótuð og sléttuð. Jarðvegurinn hefur verið tekinn upp og grjóthreinsaður og grjótmagnið verið með ólíkindum. Því næst verður jarðvegurinn mótaður og sáð í hann í vor. Framan af næsta sumri er ráðgert að 18. brautin verði spiluð sem par 3 braut af bráðabirgðateig.

Í nýlegum pistli nýkjörins formanns Golfklúbbs Reykjavíkur, Gísla Guðna Hall, er rifjað upp að Grafarholtsvöllurinn var hannaður af Svíanum Nils Skjold. „Árið 1963 var byrjað að leika á nokkrum holum og svo voru fleiri og fleiri holur smátt og smátt teknar í notkun. Gerð golfvallar í Grafarholti var meiriháttar átaksverkefni á sínum tíma og magnað að hópur áhugakylfinga hafi ráðist í annað eins, fjarri byggðinni í Reykjavík á þeim tíma. Hönnun og gerð vallarins heppnaðist með ólíkindum vel,“ segir í pistli Gísla.

Hann rifjar upp að brautirnar eru lagðar í gróðursælu en grýttu holti, eins og hefur komið á daginn við upptöku á 18. brautinni. aij@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert