Ísland leiði sjálfbæra orkuþróun

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- og orkumálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hugvit og þekking íslenskra fyrirtækja og starfsmanna þeirra á sviði grænna lausna verða á næstu árum mikilvægt framlag Íslendinga í baráttunni við loftslagsvána. Íslendingar eiga raunar betri möguleika en flestar aðrar þjóðir á því sviði og byggja þar meðal annars á fyrri reynslu sinni af orkuskiptum, því þegar hitaveita kom í stað olíukyndingar húsa. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um verkefnin fram undan í nýju embætti.

„Landið á að vera leiðandi í sjálfbærri orkuvinnslu, orkuskiptum og skilvirkri fjölnýtingu orkugjafa,“ segir ráðherrann – sem leggur áherslu á að orku- og umhverfismál séu skoðuð í samhengi. Hann boðar nú gerð grænbókar um stöðu orkumála á Íslandi. Hlutlæg kortlagning þessara mála sé mikilvæg svo umræða um nýtingu náttúru og auðlinda til orkuframleiðslu skili árangri og niðurstöðum.

Samstarf bænda, útivistarfólks og annarra sem nýta og ferðast um hálendið er lausnin að vernd þess og uppbyggingu þar. Fallið hefur verið frá fyrirætlunum um víðfeðman hálendisþjóðgarð, eins og fyrri ríkisstjórn vann að, en þess í stað verður stofnaður slíkur garður á þegar friðlýstum svæðum. Þó segir Guðlaugur Þór að reynslan úr fyrri vinnu við hálendisþjóðgarð nýtist sem lærdómur, nú þegar nálgast skal viðfangsefnið á nýjum forsendum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert