Mun færri fara í ljósabekki en tíðkaðist áður

Ljósabekkur. Mynd úr safni.
Ljósabekkur. Mynd úr safni.

Notkun ljósabekkja hér á landi var aðeins um sex prósent á síðustu tólf mánuðum samkvæmt nýrri könnun. Hefur hún ekkert aukist frá því í fyrra og hefur ekki verið minni frá því að árlegar kannanir hófust árið 2004. Árið 2019 var notkunin ellefu prósent.

Hlutfall þeirra sem höfðu notað ljósabekki var hæst hjá fólki á aldrinum 18 til 24 ára, eða um 21 prósent. Um 12 prósent karla og um 30 prósent kvenna á aldrinum 18 til 24 ára höfðu notað ljósabekki á síðustu 12 mánuðum.

Könnunin var gerð af Gallup fyrir hönd samstarfshóps Geislavarna, Embættis landlæknis, húðlækna og Krabbameinsfélagsins.

Niðurstöðurnar sýndu einnig að um 12 prósent svarenda höfðu brunnið a.m.k. einu sinni af völdum ljósabekkja eða sólar á síðastliðnum 12 mánuðum. Það er sama hlutfall og í fyrra og það lægsta frá árinu 2013, þegar þessi spurning var fyrst lögð fyrir. Geislavarnir ríkisins segja að notkun ljósabekkja fylgi aukin hætta á húðkrabbameini.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert