Þrír ökumenn voru stöðvaðir í gærkvöldi og nótt í höfuðborginni, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Einn mannanna hefur ítrekað verið sviptur ökuréttindum og er sakaður um vörslu fíkniefna, samkvæmt dagbók lögreglu.
Einnig var tilkynnt um innbrot, annars vegar í verslunarmiðstöð í Breiðholti og hins vegar fyrirtæki í sama hverfi. Í hvorugu tilfelli er vitað hverju var stolið.