Vel hægt að renna sér þrátt fyrir takmarkanir og grímuskyldu

Þrátt fyrir að nú megi skíðasvæðin, líkt og líkamsræktir og sundlaugar, einungis taka á móti helmingi þess sem venja er þá var töluverður fjöldi sem kaus að eyða öðrum degi jóla í Bláfjöllum.

Sá háttur er nú hafður á að allir þeir sem ætla sér í fjallið þurfa að kaupa sér dagspassa áður en mætt er á svæðið og er það einfaldlega gert þar sem ekki er leyfi fyrir ótakmörkuðum fjölda.

Í tilkynningu frá skíðasvæðunum var minnt á fjarlægðartakmarkanir og grímunotkun í lyftunum. Veitingasalan var svo lokuð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert