Tveir bílar hafa endað utan vegar í Öxnadal og á Öxnadalsheiði og fleiri sitja fastir. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri í samtali við mbl.is.
„Það eru bílar þarna þvers og kruss. Það er slæmt skyggni og vont veður,“ segir lögregluþjónn.
Engin slys hafa orðið á fólki en björgunarsveit hefur verið ræst út til þess að aðstoða lögreglu. Margir eru á ferðinni á svæðinu.