Maðurinn, sem leitað var í Elliðaárdal í dag og í kvöld, er fundinn heill á húfi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lýst eftir manni sem síðast hafði sést síðdegis.
Var hann sagður illa áttaður og mjög klæðlítill, líklega einungis í svörtu ermalausu vesti, að því er sagði í tilkynningu lögreglu.
Hún óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan þrjú og rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leituðu að manninum.