Fannst heill á húfi

Frá leitinni í kvöld.
Frá leitinni í kvöld. mbl.is/Arnþór

Maðurinn, sem leitað var í Elliðaárdal í dag og í kvöld, er fundinn heill á húfi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði lýst eft­ir manni sem síðast hafði sést síðdegis.

Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins.
Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn leituðu mannsins. mbl.is/Arnþór

Björgunarsveitir aðstoðuðu

Var hann sagður illa áttaður og mjög klæðlít­ill, lík­lega ein­ung­is í svörtu erma­lausu vesti, að því er sagði í til­kynn­ingu lög­reglu.

Hún óskaði eft­ir aðstoð björg­un­ar­sveita um klukk­an þrjú og rúm­lega hundrað björg­un­ar­sveitar­menn leituðu að mann­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert