Fjölgun smita skapar metsölu í netverslun

Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup.
Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup. mbl.is/Árni Sæberg

Thelma Björk Wilson, framkvæmdastjóri þjónustu- og notendaupplifunar hjá Heimkaup, segir fyrirtækið vera að ráða fólk vegna aukinnar eftirspurnar í faraldrinum. „Það er til dæmis mikil aukning í matvörunni og kemur þar bæði til aukin eftirspurn um jólin og að margir eru nú lokaðir inni [út af faraldrinum]. Sala á matvörum jókst mikið í faraldrinum,“ segir Thelma Björk. Vegna aukinnar sölu hafi Heimkaup fjölgað bílstjórum sem séu nú hátt í 60 en alls starfi nú um hundrað manns hjá fyrirtækinu við útkeyrslu, við að tína til vörur og við vörumóttöku í vöruhúsinu.

Ríflega tíu þúsund manns

Síðastliðinn föstudag voru 3.159 einstaklingar í sóttkví og 2.622 með virkt smit og í einangrun, alls 5.781 einstaklingur. Í gær voru 6.187 í sóttkví og 4.174 í einangrun, alls 10.361 einstaklingur, sem er tæplega 80% aukning yfir jólahelgina.

Þetta árið fer því saman faraldur og ein þyngsta vika ársins í matvöruverslun en flest bendir til að á því sviði hafi met fallið í netverslun.

Ásta Sigríður Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, segir fyrirtækið hafa sett met í netsölu um jólin í gegnum snjallverslun Krónunnar.

Salan hefur komið á óvart

„Það var holskefla sem reið yfir en það átti líklega enginn von á að þetta ástand myndi skapast svona skjótt í samfélaginu og margir nýta sér þá heimsendingarþjónustuna eða sækja pöntun í verslun. Þetta hafa verið stærstu dagar okkar frá upphafi Krónunnar,“ segir Ásta Sigríður um jólasöluna. Hún segir aðspurð að netsala á matvöru sé komin til að vera. Veiran hafi breytt kauphegðun og þjónustuþörf viðskiptavina.

Erlendar rannsóknir bendi til mikillar aukningar í netsölu í ár.

Síðastliðinn föstudag voru 3.159 einstaklingar í sóttkví og 2.622 með …
Síðastliðinn föstudag voru 3.159 einstaklingar í sóttkví og 2.622 með virkt smit og í einangrun, alls 5.781 einstaklingur. Í gær voru 6.187 í sóttkví og 4.174 í einangrun, alls 10.361 einstaklingur, sem er tæplega 80% aukning yfir jólahelgina.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert