Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno og starfsmaður Twitter, hefur greinst með Covid-19. Þessu greinir hann frá á Twitter.
Þar segir að hann sé fullbólusettur og búinn að fara í örvunarskammt. Hann kveðst því ekki hafa miklar áhyggjur.
I have covid. So far only mild throat issues and no other symptoms.
— Halli (@iamharaldur) December 28, 2021
I’ve got 2 doses plus a booster so I’m not too concerned.
Going to eat some candy now and watch some movies.
Twitter festi kaup á Ueno, fyrirtæki Haralds, fyrr á árinu og hann hefur í kjölfarið vakið athygli fyrir ýmis góðverk sín og ekki síst átak um að fjölga römpum í Reykjavík.
Á Þorláksmessu bauðst Haraldur til þess að leggja pening inn á fólk sem hefði lítið á milli handanna.