Veðurfræðingur Vegagerðarinnar vekur athygli á hríðarbakka sem fer suðvestur yfir Vestfjarðakjálkann í dag með hvassviðri, blindu og ófærð.
Skafrenningur áfram fram á nóttina. Hvass einnig norðanlands, einkum síðdegis. Sama saga á Þverárfjalli og Siglufjarðarvegi.
Gular veðurviðvaranir eru í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austurlandi þar sem spár gera ráð fyrir töluverðri snjókomu.
Skafrenningur og versnandi akstursskilyrði. Ferðafólki er bent á að fara varlega og fylgjast með veður- og snjóflóðaspám.