Félagsmálaráðuneytið sendi í frá sér tilkynningu í dag þar sem hvatt er til þess að skrá sig í bakvarðasveit velferðarþjónustunnar sem sinnir þjónustu við viðkvæma hópa og afar mikilvægt er að sú þjónusta falli ekki niður þrátt fyrir ástandið.
Í tilkynningunni er óskað eftir fólki sem getur starfað í þjónustu við fatlað fólk, aldraða, heimilislausa og börn með sérstakar stuðningsþarfir. Sérstaklega er óskað eftir fólki með reynslu og menntun í heilbrigðis- og félagsþjónustu.
Ráðuneytið hefur nú útbúið rafrænt skráningarform fyrir þá sem eru tilbúnir til þess að skrá sig í sveitina. Gefst fólki þá kostur á að skrá sig í tímavinnu, hlutastarf eða fullt starf, allt eftir því hvað hentar viðkomandi.
Launin taka mið af kjarasamningi eða stofnanasamningi viðkomandi stéttarfélags á hverri starfsstöð fyrir sig.
Þá er einnig minnt á bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.