Jarðskjálfti af stærð 3,9 reið yfir rétt í þessu. Skjálftinn var á 4 km dýpi, norðan við Trölladyngju, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.
Jarðskjálftinn fannst vel á suðvesturhorni landsins, alla leið austur á Hellu. Nokkuð hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaganum síðasta sólarhringinn og enginn óróapúls sjáanlegur.
Fréttin hefur verið uppfærð.