Lýsa eftir fáklæddum manni í Elliðaárdal

Frá Elliðaárdal.
Frá Elliðaárdal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni sem síðast sást í Elliðaárdal síðdegis í dag. Maðurinn mun vera illa áttaður og mjög klæðlítill, líklega einungis í svörtu ermalausu vesti, að því er segir í tilkynningu lögreglu.

Tekið er fram að aldur mannsins sé á huldu en hann sé líklega 180 sentimetrar að hæð, grannvaxinn og krúnurakaður. Er hann sagður geta verið í Elliðaárdal eða nærumhverfi.

Rúmlega hundrað björgunarsveitamenn 

Lögreglan óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan þrjú og rúmlega hundrað björgunarsveitamenn leita nú að manninum. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við mbl.is.

Ef einhverjir hafa orðið varir við klæðlítinn mann í svörtu ermalausu vesti á þessum slóðum eða vita hvar hann er að finna eru þeir vinsamlegast beðnir að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.

Uppfært:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert