Þrjú staðfest smit af Covid-19 hafa komið upp innan hjúkrunarheimilisins Markar. Eru þá nokkrir heimilismenn og starfsmenn í sóttkví, ýmist vegna nálægðar við þá smituðu eða aðra smitaða aðstandendur.
Þetta kemur fram í færslu hjúkrunarheimilisins á Facebook.
Óskað er eftir að heimsóknum til heimilismanna í Mörk sé haldið í lágmarki og að einhver einn sjái um að heimsækja hvern heimilismann. Þá sé ekki mælt með því að íbúar á Mörk fari út af heimilinu í áramótaboð.