Óvissustigi var lýst yfir í morgun vegna snjóflóðahættu á Siglufjarðarvegi og veginum um Ólafsfjarðarmúla. Snjókoma og vetrarfærð er á Norðurlandi þar sem spáð er nokkuð drjúgri ofankomu í dag.
Þæfingsfærð er á Siglufjarðarvegi og Svalbarðsströnd að Grenivík en unnið er að mokstri.
Snjóþekja er á Þverárfjalli en hálka á flestum leiðum á Norðurlandi.
Víkurskarð er lokað vegna snjóa.