Sigþrúður vék af þingi en tók aftur sæti

Sigþrúður Ármann.
Sigþrúður Ármann. Ljósmynd/Aðsend

Sigþrúður Ármann, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, vék af þingi í dag þar sem Bryndís Haraldsdóttir tók aftur sæti eftir sóttkví. 

Sigþrúður hefur líklegast þurft að snúa við í dyragættinni, þar sem skömmu síðar greindist Bjarni Benediktsson, oddviti sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi, með Covid-19, eftir að hafa undirgengist PCR-próf fyrir ríkisstjórnarfund. 

Sigþrúður tók því aftur sæti á þingi í dag, nú fyrir Bjarna Benediktsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert