Skjálfti upp á 3,4

Nokkuð hefur verið um gikkskjálfta.
Nokkuð hefur verið um gikkskjálfta.

Jarðskjálfti 3,4 að stærð varð rúma fjóra kíló­metra norður af Krýsu­vík klukk­an 6:25 í morg­un. Er það eini skjálft­inn yfir þrem­ur síðan í há­deg­inu í gær.

Frá miðnætti hafa um 400 skjálft­ar mælst á svæðinu við Fagra­dals­fjall, sem er mun minna en á sama tíma í gær, seg­ir á vef Veður­stof­unn­ar.

Nokkuð hef­ur verið um gikk­skjálfta og talið er að or­sök þeirra megi rekja til auk­ins þrýst­ings við Fagra­dals­fjall vegna kviku­söfn­un­ar.

Í gær mæld­ust um 2.200 skjálft­ar á svæðinu og aðeins hef­ur dregið ur virkni. Frá því að hrin­an hófst hafa rúm­lega 19 þúsund skjálft­ar mælst, þar af fjór­tán 4,0 eða stærri að stærð.

Bent er á að gikk­skjálft­um fylgi gjarn­an grjót­hrun og eru ferðamenn hvatt­ir til að sýna aðgát í brött­um hlíðum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert