Snjóar norðan heiða

Spár gera ráð fyrir snjókomu á Norður- og Austurlandi.
Spár gera ráð fyrir snjókomu á Norður- og Austurlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Spár gera ráð fyrir norðan- og norðaustanátt í dag, víða á bilinu 10-18 m/s. Lengst af snjókoma norðan- og austanlands, en stöku él suðvestantil. 

Dregur úr frosti, frost yfirleitt á bilinu 0 til 4 stig þegar kemur fram á daginn.

Áfram norðan og norðaustan 10-18 á morgun, hvassast í vindstrengjum sunnan undir fjöllum. Dálítil él á Norður- og Austurlandi, en léttskýjað sunnan heiða. Kólnar í veðri.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að snjókoman á norðan- og austanverðu landinu geti orðið nokkuð drjúg á köflum.

Vegfarendur eru hvattir til að kynna sér færð og ástand vega, sér í lagi ef förinni er heitið yfir fjallvegi, en gular veðurviðvaranir eru í gildi í dag á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra og Austurlandi.

Sunnan- og suðvestanlands mun eitthvað snjóa einnig, þó í mun minna mæli en fyrir norðan og austan.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert