Þórdís Kolbrún einnig með veiruna

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra. Fyrir aftan hana …
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra. Fyrir aftan hana má sjá glitta í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórdís Kolbrún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra er með kórónuveiruna. Ráðherra greinir frá því á facebooksíðu sinni.

Hún er þar með þriðji ráðherra Sjálfstæðisflokksins sem greinir frá Covid-smiti en auk hennar eru Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, með veiruna.

Þórdís segir að hennar fjögurra manna fjölskylda sé öll með Covid en þau eru öll einkennalaus.

Skjátími hefur verið langt umfram almennar reglur á heimilinu. Vinnufundir vegna Covid eru fjarfundir og sem betur fer fengu allir nýjar bækur í jólagjöf og möndlugjöfin var Partý Skellur svo það er hlegið yfir því – og kettinum Ronju sem flækir sig í kastölunum sem við byggjum,“ skrifar Þórdís meðal annars.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert