Töluverð hætta á snjóflóðum

Áframhaldandi él og snjókoma með skafrenningi er spáð næstu daga.
Áframhaldandi él og snjókoma með skafrenningi er spáð næstu daga. Skjáskot

Snjóflóðaspá Veðurstofu Íslands í dag fyrir fjalllendi á Norðurlandi er á appelsínugulum, sem þýðir að töluverð hætta sé á snjóflóðum.

Einnig er í gildi gul snjóflóðaviðvörun á norðanverðum Vestfjörðum og Austfjörðum. Gul viðvörun táknar að nokkur hætta sé á snjóflóðum. 

Snjóflóðaspá Veðurstofunnar er gerð sérstaklega með fólk í fjalllendi í huga og ekki er talin hætta í byggð. Þetta kemur fram í facebookfærslu Veðurstofu Íslands. 

Áframhaldandi éli og snjókomu með skafrenningi er spáð næstu daga á norðanverðu landinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert