Fólk á öllum aldri nýtti góða veðrið í gær og heimsótti baðströndina í Nauthólsvík, enda margir enn í jólafríi og verða fram yfir áramót. Mörgum þykir einstaklega notalegt að ylja sér í heitum pottum Nauthólsvíkur, ekki síst þegar kalt er úti.
Hugrakkir sundgarpar fengu sér sundsprett í sjónum áður en þeir yljuðu sér í rjúkandi heitu pottunum.
Á sumrin er þó nokkuð vinsælt að fara í sjósund í Nauthólsvík, en færri sjást í sjónum á þessum tíma árs. Einungis þeir allra hörðustu og hugrökkustu fara líka á veturna.