Upplýsingafundur á morgun klukkan 11:00

Þríeykið mun fara yfir stöð mála vegna þróunar faraldursins.
Þríeykið mun fara yfir stöð mála vegna þróunar faraldursins.

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis hafa boðað til upplýsingafundar á morgun, 29. desember, klukkan 11:00.

Á fundinum fara Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma D. Möller landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna, yfir stöðu mála vegna þróunar Covid-19-faraldursins undanfarið.

Í ljósi fjölda smita í samfélaginu fer fundurinn fram í gegnum fjarfundarbúnað og því er ekki gert ráð fyrir fjölmiðlafólki á staðinn, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert