Urður Egilsdóttir
16 ára einstaklingurinn sem mbl.is greindi frá á jóladag liggur enn á gjörgæslu í öndunarvél vegna Covid-19. Þetta staðfestir Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, í samtali við mbl.is.
21 sjúklingur liggur nú á Landspítala vegna veirunnar. Már segir að fimm þeirra séu með Ómíkron-afbrigðið. Sex eru á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél.
Inntur að því hvort hann sjái minni veikindi hvað varðar Ómíkron-afbrigðið segir Már það ekki enn vera ljóst.
„Það er alltaf verið að segja manni það að gögn erlendis bendi til þess. Tíminn verður að leiða það í ljós.“