Einn vann tvær milljónir

Enginn náði að landa fyrsta vinningi í Víkinglottó í kvöld og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku. Einn áskrifandi var með allar tölurnar réttar í Jókernum og í réttri röð og fær hann 2 milljónir í vinning. 

Þrír skiptu svo með sér hinum alíslenska þriðja vinningi og hlýtur hver þeirra 644.750 kr. 

Norðmaður var einn með 2. vinning og fær hann rúmlega 21 milljón í sinn hlut, að því er segir í tilkynningu frá Íslenskri getspá. 

Að auki var einn með 2. vinning og hlýtur hann 100 þúsund krónur í vinning, en miðinn var keyptur á lotto.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert