Í dag renna fimm krónur af hverjum seldum eldsneytislítra hjá Olís og ÓB til Slysavarnafélagsins Landsbjargar, auk þess sem lykil- og korthafar Olís og ÓB fá 20 kr. afslátt í tilefni dagsins.
Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem enn fremur segir að landsmönnum gefist þannig tækifæri til að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg með því að dæla krónum inn á reikning samtakanna um leið og dælt er á bílinn.
„Olís hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar síðan 2012 og erum við afar stolt af því. Við hvetjum landsmenn til að dæla til góðs á Olís og ÓB á morgun og styðja þannig við starf sjálfboðaliða Landsbjargar um land allt,“ er haft eftir Jóni Árna Ólafssyni, sviðsstjóra smásölusviðs Olís.