Illfært á Norðurlandi

Öxnadalsheiði. Mynd úr safni.
Öxnadalsheiði. Mynd úr safni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Vegir eru víða ófærir eða illfærir á Norður- og Austurlandi eftir vonskuveður sem gekk yfir í gærkvöldi og nótt. Ófært er yfir Öxnadalsheiði sem og Siglufjarðarveg í Almenningum.

Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi á Siglu­fjarðar­vegi og á veg­in­um um Ólafs­fjarðar­múla.

Vegurinn um Víkurskarð er lokaður vegna veðurs, sem og vegurinn um Möðrudalsöræfi og Hófaskarð.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að færðin á Austfjörðum og Austurlandi sé mjög þung en mokstur stendur yfir. Ófært er yfir Fjarðarheiði, Vatnsskarð eystra og um Hróarstungu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert