Konur komi einar í ómskoðun

Kvennadeild Landspítalans.
Kvennadeild Landspítalans. Ljósmynd/Aðsend

Landspítalinn biðlar nú til kvenna að koma einar í ómskoðun í fósturgreiningu í óákveðinn tíma frá deginum í dag.

„Þar sem Landspítali er kominn á neyðarstig vegna Covid-19 getum við því miður ekki leyft mökum né öðrum aðstandendum að fylgja konum í ómskoðun á fósturgreiningardeildum á Kvennadeild Landspítala né í Skógarhlíð,“ segir í tilkynningu á vef Landspítala

Þá er biðlað til maka og/eða aðstandenda sem fylgja konunum á staðinn að bíða úti í bíl en ekki á biðstofum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert