Ósamið um skilavegi

Sæbraut í Reykjavík er einn af skilgreindum skilavegum.
Sæbraut í Reykjavík er einn af skilgreindum skilavegum. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Enn hafa ekki náðst samningar milli Vegagerðarinnar og sveitarfélaga um svonefnda skilavegi en lögum samkvæmt verður það á ábyrgð sveitarfélaga en ekki Vegagerðarinnar að annast veghald skilaveganna eftir áramótin.

Ákveðið var árið 2007 með lagasetningu að ákveðnir stofnvegir í þéttbýli teldust ekki til þjóðvega í umsjá Vegagerðarinnar heldur yrðu sveitarfélögin veghaldarar þeirra. Síðar var svo ákveðið að Vegagerðin annaðist veghald þessara vega til ársloka 2019 á meðan samið yrði við sveitarfélögin um yfirfærsluna en samkomulag náðist ekki. Hefur fresturinn tvisvar verið framlengdur um eitt ár en rennur út nú um áramótin.

Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH), er búið að skilgreina hvaða vegir þetta eru og einnig eru samningar langt komnir um ástand veganna og að tryggt verði fjármagn til að koma þeim í viðunandi stand. Sveitarfélögin vilja hins vegar að fjármagn, sem Vegagerðin hefur hingað til fengið til að viðhalds og þjónustu renni framvegis til sveitarfélaganna en á því strandar.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert