Rauðir blettir, sem sjást á vefmyndavél mbl.is við gíginn í Geldingadölum, eru ekki merki um að nýtt eldgos sé að hefjast. Ábendingar og fyrirspurnir hafa borist mbl.is hvort eldgos sé í þann mund að hefjast en sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja allt með kyrrum kjörum.
Samkvæmt upplýsingum frá náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni hefur sést glitta í umræddan rauðan depil í einhverjar vikur.
Ástæðan fyrir því er sú að myndavélin er mjög næm á hita og enn er mikill hiti í gígnum. Ekkert nýtt er að koma upp úr honum samt.