Skjálfti af stærð 3,6 við Bárðarbungu

Græna stjarnan sýnir staðsetningu skjálftans.
Græna stjarnan sýnir staðsetningu skjálftans. Kort/Veðurstofa Íslands

Skjálfti af stærð 3,6 mældist 2,1 kílómetra austsuðaustur af Bárðarbungu klukkan 14:46 og var hann á 3,8 kílómetra dýpi.

Alls hafa sjö jarðskjálftar mælst í nálægð við eldstöðina frá því klukkan 13:33 í dag. 

Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir engin teikn á lofti um að eitthvað óvanalegt sé að eiga sér stað. Af og til komi smá hrinur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert