Strætó bs. leitar að kranabíl fyrirtækisins sem talið er að hafi verið stolið af bílaplani Strætó aðfaranótt þriðjudags.
Uppfært kl. 15.44: Bifreiðin er fundin.
Þetta segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, í samtali við mbl.is. Bíllinn er merktur Strætó og ætti því að vera auðvelt að koma auga á hann.
Hátíðarnar hafa verið annasamar fyrir Strætó að sögn Guðmundar en greint var frá því í gær að brotist hefði verið inn í netkerfi Strætó. Atvikið hefur verið tilkynnt til Persónuverndar, CERT-IS og lögreglu.