Viðkvæmum gögnum lekið frá Strætó

Strætó varð fyrir netárás á aðfangadegi jóla.
Strætó varð fyrir netárás á aðfangadegi jóla. mbl.is/Hari

Brot­ist var inn í net­kerfi Strætó á aðfanga­dag jóla og viðkvæm­um gögn­um lekið. Lík­legt er að gögn­um um innri starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið lekið frek­ar en per­sónu­upp­lýs­ing­um not­enda, að sögn Guðmund­ar Heiðars Helga­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Strætó bs.

„Við vit­um ekk­ert hvað var tekið eða hvort eitt­hvað hafi verið tekið,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Þó ligg­ur fyr­ir grun­ur um að gögn­um frá akst­ursþjón­ustu Pant, fyr­ir fatlað fólk, hafi einnig verið lekið og voru all­ir not­end­ur henn­ar beðnir að skipta um lyk­il­orð á innri vef þjón­ust­unn­ar.

Greiðslu­kerfið slapp

„Árás­in verður á aðfanga­degi og við sjá­um fyrst að það er eitt­hvað skrýtið í gangi á jóla­dag. Svo 27. des­em­ber sjá­um við að þetta hafi verið inn­brot,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við mbl.is.

Svo virðist sem greiðslu­kerfi Strætó, Klapp, hafi sloppið við skrekk­inn en vefþjónn þess er hýst­ur í Nor­egi. Strætó.is og Strætó-appið ættu einnig að hafa sloppið, en árás­in er enn þá í rann­sókn hjá sér­fræðing­um Synd­is og Advania.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert