Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það vera eðlilegt að velta því fyrir sér að stytta einangrun og sóttkví barna til samræmis við önnur lönd, á Twitter-síðu sinni.
„Hver dagur, mánuður og ár í þeirra lífi er stærri en okkar sem eldri erum. Ekki síst þegar litið er til alvarlegra annarra afleiðinga á heilsu þeirra og þroska,“ segir í færslunni.
Þá segir Áslaug að þau rök hljóti að vega upp á móti nauðsyn fyrir tíu daga einangrun einkennalausra barna. „Við megum ekki ganga lengra en þörf krefur.“
Það eðlileg spurning hvort við ættum ekki að byrja á að stytta einangrun (og sóttkví) barna til samræmis við önnur lönd? Hver dagur, mánuður og ár í þeirra lífi er stærri en okkar sem eldri eru. Ekki síst þegar litið er til alvarlegra annarra afleiðinga á heilsu þeirra og þroska.
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) December 29, 2021