Vill skoða styttingu einangrunar barna

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra.
Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, há­skóla-, iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra, segir það vera eðlilegt að velta því fyrir sér að stytta einangrun og sóttkví barna til samræmis við önnur lönd, á Twitter-síðu sinni.

Hver dagur, mánuður og ár í þeirra lífi er stærri en okkar sem eldri erum. Ekki síst þegar litið er til alvarlegra annarra afleiðinga á heilsu þeirra og þroska,“ segir í færslunni.

Þá segir Áslaug að þau rök hljóti að vega upp á móti nauðsyn fyrir tíu daga einangrun einkennalausra barna. Við megum ekki ganga lengra en þörf krefur.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert