839 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru 385 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram á covid.is þar sem enn fremur kemur fram að alls hafi 926 smit greinst í gær, þar af 87 á landamærunum. Er um metfjölda smita að ræða, bæði innanlands og á landamærunum.
Áður höfðu mest greinst 836 smit innanlands en það var 27. desember. Nýgengi innanlandssmita á hverja 100 þúsund íbúa er 1708,8 og hefur það aldrei verið hærra.
Tekin voru 6.236 sýni, þar af 3.973 einkennasýni.
6.368 eru nú í einangrun vegna Covid-19 og 7.768 í sóttkví.
21 er á sjúkrahúsi, þar af sex á gjörgæslu.