Á annan tug skjálfta við Selfoss og Hveragerði

Stærsti skjálftinn var klukkan 04:16 í norðanverðu Ingólfsfjalli.
Stærsti skjálftinn var klukkan 04:16 í norðanverðu Ingólfsfjalli. mbl.is/Guðmundur Karl

Á annan tug jarðskjálfta hafa mælst í nálægð við Hveragerði og Selfoss frá miðnætti, þar af einn klukkan 16 mínútur yfir fjögur í norðanverðu Ingólfsfjalli sem var þrír að stærð. Reyndist það stærsti skjálftinn.

„Þetta er á þekktu jarðskjálftasvæði og það mælast oft jarðskjálftar á Suðurlandsbrotabeltinu og öðrum brotabeltum á landinu,“ segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

Stærsti skjálftinn fannst á Hveragerði, Selfossi og í sumarbústaðabyggðinni í kring. Engar fregnir hafa borist af skemmdum inni á heimilum vegna skjálftans, að sögn Einars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert