Fá alvarleg tilfelli og engin dauðsföll

Bóluefni blandað.
Bóluefni blandað. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Karl Snæ­björns­son heim­il­is­lækn­ir bend­ir á, í aðsendri grein sinni í Morg­un­blaðinu í morg­un, að fá börn hafi orðið al­var­lega veik af Covid-19 og eng­in dauðsföll orðið í ald­urs­hópn­um 5-11 ára í Svíþjóð og Þýskalandi, þar sem far­alds­fræðileg­ar rann­sókn­ir hafi verið gerðar á millj­ón­um barna.

„Sænsk rann­sókn Ludvigs­sons á 1.951.905 börn­um í Svíþjóð á aldr­in­um 1-16 ára, sem sóttu skóla að mestu án nánd­ar­tak­mark­ana eða notk­un­ar and­lits­gríma, sýndi eng­in dauðsföll hjá börn­un­um. Þrátt fyr­ir að Svíþjóð hafi haldið leik­skól­um og grunn­skól­um sín­um opn­um kom í ljós mjög lág tíðni al­var­legra Covid-19-ein­kenna hjá þess­um börn­um,“ seg­ir í grein Guðmund­ar Karls.

Þá seg­ir hann að ný­leg þýsk rann­sókn sem náði til barna og ung­linga sem lagst hafa inn á sjúkra­hús vegna kór­ónu­veirunn­ar hafi sýnt að ekk­ert barn hafi lát­ist af þeim völd­um.

Spyr hver ávinn­ing­ur­inn sé

Guðmund­ur Karl er einn þeirra sem geld­ur var­hug við bólu­setn­ingu barna á aldr­in­um 5-11 ára við Covid-19. Seg­ir hann að þar sem Ómíkrón-af­brigði veirunn­ar sé svo mikið stökk­breytt, sé um nýj­an stofn veirunn­ar sé að ræða. Rann­sókn­ir á veirunni hafi að mestu farið fram áður en til stökk­breyt­ing­ar­inn­ar kom. 

Seg­ir Guðmund­ur virkni bólu­efna sem not­ast hef­ur verið við bólu­setn­ingu full­orðinna litla og spyr hvers vegna virkn­in ætti að vera meiri hjá börn­um en óvissa um auka­verk­an­ir vera nokkr­ar. Því spyr hann sig hver ávinn­ing­ur bólu­setn­ing­ar þessa ald­urs­hóps sé. 

Grein Guðmund­ar Karls geta áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins nálg­ast hér.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert