Guðmundur Karl Snæbjörnsson heimilislæknir bendir á, í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun, að fá börn hafi orðið alvarlega veik af Covid-19 og engin dauðsföll orðið í aldurshópnum 5-11 ára í Svíþjóð og Þýskalandi, þar sem faraldsfræðilegar rannsóknir hafi verið gerðar á milljónum barna.
„Sænsk rannsókn Ludvigssons á 1.951.905 börnum í Svíþjóð á aldrinum 1-16 ára, sem sóttu skóla að mestu án nándartakmarkana eða notkunar andlitsgríma, sýndi engin dauðsföll hjá börnunum. Þrátt fyrir að Svíþjóð hafi haldið leikskólum og grunnskólum sínum opnum kom í ljós mjög lág tíðni alvarlegra Covid-19-einkenna hjá þessum börnum,“ segir í grein Guðmundar Karls.
Þá segir hann að nýleg þýsk rannsókn sem náði til barna og unglinga sem lagst hafa inn á sjúkrahús vegna kórónuveirunnar hafi sýnt að ekkert barn hafi látist af þeim völdum.
Guðmundur Karl er einn þeirra sem geldur varhug við bólusetningu barna á aldrinum 5-11 ára við Covid-19. Segir hann að þar sem Ómíkrón-afbrigði veirunnar sé svo mikið stökkbreytt, sé um nýjan stofn veirunnar sé að ræða. Rannsóknir á veirunni hafi að mestu farið fram áður en til stökkbreytingarinnar kom.
Segir Guðmundur virkni bóluefna sem notast hefur verið við bólusetningu fullorðinna litla og spyr hvers vegna virknin ætti að vera meiri hjá börnum en óvissa um aukaverkanir vera nokkrar. Því spyr hann sig hver ávinningur bólusetningar þessa aldurshóps sé.
Grein Guðmundar Karls geta áskrifendur Morgunblaðsins nálgast hér.