19 sjúklingar liggja nú á Landspítalanum vegna Covid-19 og hefur því fækkað um tvo frá því í gær. Sex eru á gjörgæslu, fimm þeirra í öndunarvél.
Meðalaldur sjúklinganna er 60 ár.
6.403 sjúklingar eru í eftirliti hjá Covid-göngudeild spítalans, þar af 1.373 börn. Þetta kemur fram á vef Landspítalans.
Frá upphafi fjórðu bylgju eða frá 30. júní 2021 hafa verið 258 innlagnir vegna Covid-19 á Landspítala.