Gjaldskylda á Akureyri innleidd í janúar

Tvö ný gjaldsvæði í miðbæ Akureyrar, P1 (200 kr./klst.) og …
Tvö ný gjaldsvæði í miðbæ Akureyrar, P1 (200 kr./klst.) og P2 (100 kr./klst.), og er gjaldskyldutími kl. 10-16 virka daga. mbl.is/Þorgeir

Gjaldskylda á bílastæðum í miðbænum verður innleidd um miðjan janúar og tekur að fullu gildi í febrúar.

Bæjarstjórn samþykkti í nóvember sl. nýja samþykkt fyrir bifreiðastæðasjóð Akureyrarbæjar og nýja gjaldskrá fyrir gjaldskyld bílastæði, bílastæðakort íbúa og bílastæðakort á fastleigusvæðum, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. 

  • Tvö ný gjaldsvæði í miðbæ Akureyrar, P1 (200 kr./klst.) og P2 (100 kr./klst.), og er gjaldskyldutími kl. 10-16 virka daga.
  • Afmörkuð bílastæði innan gjaldsvæðanna, samsíða götum, eru með 2 klst. hámarkstíma og eru slík tímabundin gjaldsvæði merkt með skiltum.
  • Einfaldast er að nota rafrænar greiðsluleiðir í snjallsíma (appi) til að greiða fyrir afnot af bílastæðum. EasyPark og Parka bjóða upp á slíka þjónustu á Akureyri.
  • Þrír stöðumælar (greiðslustaurar) verða staðsettir í miðbæ Akureyrar, við Skipagötu, Túngötu og Gilsbakkaveg. 
  • Stæðiskort fyrir hreyfihamlaða veitir heimild til að leggja í sérmerkt bílastæði og í gjaldskyld bílastæði án endurgjalds.
  • Um 600 gjaldfrjáls bílastæði eru í og við miðbæinn.

Nánari upplýsingar hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert