Lögreglan á Suðurnesjum hefur í þessari viku farið í tvö útköll vegna meðvitundarleysis ungmenna.
Í báðum tilvikum er grunur um að þau hafi innbyrt ólöglegt vímuefni í gegnum rafrettu (e. vape), að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni.
„Sem betur fer hlaut enginn alvarlegan skaða af en lögreglan ítrekar hættuna af notkun slíkra efna sem og að nota vape sem við vitum ekki hvað er í.“